Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum 10. febrúar 2011 12:01 Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. Kolbrún sagði farir sínar ekki sléttar í samtali við Vísi í gær en hjónin höfðu fengið gjafabréf í Sambíóunum og ætluðu að sjá Sanctum, sem er úr smiðju James Cameron. Þegar komið var í bíóið kom hinsvegar í ljós að Sanctum er í þrívídd og gjafabréfið gilti aðeins fyrir myndir á almennu verði, en miðaverð á þrívíddarmyndir er hærra. Kolbrún ætlaði þá að greiða mismuninn úr eigin vasa en þá var henni tjáð að það væri ekki hægt, að kerfið leyfði það ekki. Sambíóin vilja ítreka að á gjafabréfinu sem Kolbrún og eiginmaður hennar höfðu undir höndum var skilmerkilega tekið fram að það gilti ekki á þrívíddarmyndir. „Sambíóin bjóða fólki upp á að kaupa gjafabréf sem gilda annaðhvort á þrívíddarmyndir eða á venjulegar myndir vegna eftirspurnar eftir slíku frá viðskiptavinum." Því sé um tvær ólíkar vörur að ræða. „Sambíóin vilja endilega bæta fyrir þau óþægindi sem misskilningur Kolbrúnar olli henni og fagna því hversu heitt þau hjón þrá að sjá nýjustu stórmynd James Cameron, Sanctum," segir ennfremur. „Henni er hér með boðið að sjá hana í 3D með stóru poppi og kóki þegar henni hentar.“Getur nýtt gjafabréfið á tvívíðar úrvalsmyndirÞá benda forsvarmenn bíósins á að Kolbrún geti nýtt sér hið almenna gjafabréf „til að sjá King´s Speech sem tilnefnd er til 12 óskarsverðlauna eða True Grit sem er tilnefnd til 10 óskarsverðlauna og mun bóndi Kolbrúnar ekki verða svikin af þeirri bíóferð þrátt fyrir almennt miðaverð. Einnig eru fjölmargar aðrar stórmyndir sem eru ekki í 3D en einungis 10 - 15% mynda eru sýndar í þrívídd, þó þróunin á slíku sé sífellt að aukast." Að lokum vilja Sambíóin ítreka það að hægt er að versla annarsvegar þrívíddargjafabréf og hinsvegar almenn gjafabréf til að forðast framtíðar misskilning, „en að sjáfsögðu eru svona mál í sífelldri athugun." „Sambíóin tóku nýverið upp annað miðasölukerfi sem býður upp á margar góðar lausnir. Meðal annars er boðið upp á vefsölu á heimasíðu sambíóanna www.sambio.is og er m.a. verið að skoða hvernig best sé að hátta sölu á gjafabréfum svo hægt sé að koma til móts við eftirspurn viðskiptavina Sambíóanna." Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. Kolbrún sagði farir sínar ekki sléttar í samtali við Vísi í gær en hjónin höfðu fengið gjafabréf í Sambíóunum og ætluðu að sjá Sanctum, sem er úr smiðju James Cameron. Þegar komið var í bíóið kom hinsvegar í ljós að Sanctum er í þrívídd og gjafabréfið gilti aðeins fyrir myndir á almennu verði, en miðaverð á þrívíddarmyndir er hærra. Kolbrún ætlaði þá að greiða mismuninn úr eigin vasa en þá var henni tjáð að það væri ekki hægt, að kerfið leyfði það ekki. Sambíóin vilja ítreka að á gjafabréfinu sem Kolbrún og eiginmaður hennar höfðu undir höndum var skilmerkilega tekið fram að það gilti ekki á þrívíddarmyndir. „Sambíóin bjóða fólki upp á að kaupa gjafabréf sem gilda annaðhvort á þrívíddarmyndir eða á venjulegar myndir vegna eftirspurnar eftir slíku frá viðskiptavinum." Því sé um tvær ólíkar vörur að ræða. „Sambíóin vilja endilega bæta fyrir þau óþægindi sem misskilningur Kolbrúnar olli henni og fagna því hversu heitt þau hjón þrá að sjá nýjustu stórmynd James Cameron, Sanctum," segir ennfremur. „Henni er hér með boðið að sjá hana í 3D með stóru poppi og kóki þegar henni hentar.“Getur nýtt gjafabréfið á tvívíðar úrvalsmyndirÞá benda forsvarmenn bíósins á að Kolbrún geti nýtt sér hið almenna gjafabréf „til að sjá King´s Speech sem tilnefnd er til 12 óskarsverðlauna eða True Grit sem er tilnefnd til 10 óskarsverðlauna og mun bóndi Kolbrúnar ekki verða svikin af þeirri bíóferð þrátt fyrir almennt miðaverð. Einnig eru fjölmargar aðrar stórmyndir sem eru ekki í 3D en einungis 10 - 15% mynda eru sýndar í þrívídd, þó þróunin á slíku sé sífellt að aukast." Að lokum vilja Sambíóin ítreka það að hægt er að versla annarsvegar þrívíddargjafabréf og hinsvegar almenn gjafabréf til að forðast framtíðar misskilning, „en að sjáfsögðu eru svona mál í sífelldri athugun." „Sambíóin tóku nýverið upp annað miðasölukerfi sem býður upp á margar góðar lausnir. Meðal annars er boðið upp á vefsölu á heimasíðu sambíóanna www.sambio.is og er m.a. verið að skoða hvernig best sé að hátta sölu á gjafabréfum svo hægt sé að koma til móts við eftirspurn viðskiptavina Sambíóanna."
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira