Enski boltinn

Dzeko: Flestir í Manchester halda með Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko og Roberto Mancini. Hann fær tíuna hjá City.
Edin Dzeko og Roberto Mancini. Hann fær tíuna hjá City. Mynd/AP
Edin Dzeko, nýi leikmaðurinn í herbúðum Manchester City, er búinn að slá í gegn hjá stuðningmönnum félagsins þrátt fyrir að hann sé ekki búinn að spila eina einustu mínútu í búningi félagsins. Dzeko skaut nefnilega á nágrannanna í United í blaðamannafundi í dag.

Dzeko sem er 24 ára gamall Bosníumaður kom til Manchester City frá þýska liðinu Wolfsburg fyrir helgi og kostaði enska liðið í kringum 30 milljónir punda.

„Manchester City er að mínu mati stórt félag með stór markmið. Ég hef heyrt mikið um stuðningsmennina og fólk segir mér að flestir í Manchester-borg haldi með Manchester City," sagði Edin Dzeko.

„Ég hef aldrei spilað í Englandi en ég vona að ég spili minn fyrsta leik hérna á laugardaginn. Það gekk mjög vel hjá mér í Þýskalandi og ég vil núna gera mitt besta fyrir City," sagði Dzeko.

„Ég var mjög ánægður hjá Wolfsburg en ég vildi prófa eitthvað nýtt og eitthvað betra," sagði Dzeko sem skoraði 66 mörk í 111 deildarleikjum með þýska liðinu en hann varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra og þýskur meistari með Wolfsburg tímabilið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×