Enski boltinn

Dalglish segir að Torres sé ekki til sölu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn er því ekki til sölu.
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn er því ekki til sölu. Nordic Photos/Getty Images

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn Fernando Torres er því ekki til sölu.

Eins og fram hefur komið hafa enskir fjölmiðlar greint frá því að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í framherjann eða rúmlega 9 milljarða kr.

„Við höfum ekki keypt leikmenn til þess að fylla skarð sem einhver annar skilur eftir sig," sagði Dalglish í morgun en Liverpool en Úrúgvæinn Luis Suarez stóðst læknisskoðun hjá Liverpool og mun væntanlega skrifa undir samning í dag.

„Það er í eðli fótboltans að leikmenn koma og fara. Það sem skiptir mestu máli hjá Liverpool að hér séu leikmenn sem vilja vera hérna," sagði Skotinn. Torres æfði einn í gær á æfingsvæði Liverpool en leikmenn fengu tveggja daga frí yfir helgina og hann var mættur á æfingu hjá liðinu í morgun.

Bakvörðurinn Paul Konchesky hefur verið lánaður til Nottingham Forest aðeins fimm mánuðum eftir að hann var keyptur frá Fulham. „Þetta var neyðarúrræði og við vonumst til þess að allir aðilar hagnist á þessu - leikmaðurinn og félagið," sagði Dalglish.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×