„Eftir rólegan fyrri hálfleik þá komum við virkilega sterkir til leiks í þeim síðari,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að lið hans hafði betur gegn Fylki, 3- 2, í Árbænum.
„Það var algjör óþarfi að hleypa Fylki inní leikinn hérna í lokinn, en sigurinn var aldrei í hættu“.
„Þeir fengu vítið seint í leiknum þegar leikurinn var í raun búinn og því fór púlsinn aldrei neitt svakalega hátt“.
Stjarnan mætir Val í virkilega mikilvægum leik í næstu umferð en bæði þessi lið eiga möguleika á Evrópusæti.
„Þessi úrslit hleypur leiknum gegn Valsmönnum upp í ákveðna stemmningu og það verður frábær leikur. Valsarar hafa verið í toppbaráttunni í allt sumar og við erum að koma bakdyramegin inn í þann pakka, en þetta verður flottur leikur“.
Bjarni Jóhannsson: Púlsinn fór aldrei neitt hátt upp
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn




