Umfjöllun: Stjarnan hirti öll stigin í Árbænum Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 19. september 2011 00:01 Mynd/Pjetur Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira