Enski boltinn

Stækka frekar við Anfield en byggja nýjan leikvang

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

John Henry, eigandi Liverpool, segir að til greina komi að stækka frekar við Anfield-leikvanginn en að byggja nýjan fyrir félagið á næstu árum.

Henry keypti félagið í október síðastliðnum og hann sagði þá að hann myndi vega og meta báða kosti.

En það ríkir ávallt góð stemning á heimaleikjum Liverpool og því hefur sú umræða að flytja frá Anfield komið Henry á óvart.

„Það er ekkert sem jafnast á við Kop-stúkuna. Stemningin er ótrúleg. Hún kom mér á óvart því ég hef heyrt svo mikið af þeirri umræðu að það þurfi að byggja nýjan leikvang."

Til stóð að byggja nýjan leikvang á Stanley Park fyrir 60 þúsund áhorfendur en Anfield tekur 45 þúsund í sæti. Hins vegar hófust framkvæmdir aldrei þar sem að fyrri eigendur félagsins, þeir George Gillett og Tom Hicks, tókst ekki að fjármagna þær.

Henry stóð fyrir sama vandamáli árið 2002 þegar hann keypti hafnaboltaliðið Boston Red Sox. Hann ákvað að halda tryggði við Fenway Park og byggði frekar við hann en að byggja nýjan leikvang.

„Okkur kom á óvart hversu fallegur Anfield er bæði sem tómur leikvangur og svo á fyrsta leiknum okkar. Það væri erfitt að endurskapa sömu stemningu á öðrum velli.."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×