Enski boltinn

Daily Mail: Dalglish líklega áfram með Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Enska dagblaðið Daily Mail staðhæfir í dag að stjórn Liverpool muni líklega gera langtímasamning við Kenny Dalglish, knattspyrnustjóra liðsins.

Dalglish var ráðinn í síðasta mánuði eftir að Roy Hodgson var rekinn frá félaginu en aðeins til loka tímabilsins.

Liverpool hefur unnið síðustu þrjá leiki sína og félagið keypti þá Andy Carroll og Luis Suarez í vikunni. Stjórn félagsins er sögð ánægð með störf Dalglish hingað til enda hafi stemningin í herbúðum liðsins batnað til muna á síðustu vikum.

Leikmenn liðsins eru sagðir bera mikla virðingu fyrir Dalglish sem er þar að auki í miklum metum hjá stuðningsmönnum þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×