Innlent

Fréttaárið 2010: Tvö eldgos með skömmu millibili

Ein af ástæðunum fyrir því að 2010 var eitt viðburðarríkasta fréttaár í manna minnum var að sjálfsögðu að sú að við fengum tvö eldgos með skömmu millibili. Það fyrra, í Fimmvörðuhálsi, var kallað ferðamannagos, því það laðaði að ferðamenn hvaðanæva að, en það sama verður ekki sagt um það síðara. Eldgosið í Eyjafjallajökli verður skráð í sögubækurnar eftir að hafa næstum lamað flugsamgöngur í heiminum í nokkra daga.

Mynd/Pjetur
Andri Ólafsson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir, rifjar upp þessar hamfarir í samantekt sem hægt er að skoða hér.


Tengdar fréttir

Fréttaárið 2010: Stjórnmál

Það var enginn skortur á stórum fréttum úr heimi stjórnmálanna á árinu 2010, sem byrjaði með pólitískum hvelli þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í aðalhlutverki. Óróleiki var á stjórnarheimilinu og nánast ríkt fullkominn fjandskapur milli stjórnar og stjórnaranstöðu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt sem Heimir Már Pétursson tók saman og birtist í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær. Hægt er að horfa samantekina hér.

Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik

Á sama tíma og íslenskir lögreglumenn kvarta undan niðurskurði í löggæslumálum hafa þeir þurft að eiga við mörg flókin og erfið mál á þessu ári. Fréttamaðurinn Andri Ólafsson fer yfir þau allra stærstu í samantekt sem hægt er að sjá hér.

Fréttaárið 2010: Lítið þokaðist í atvinnuuppbyggingu

Lítið þokaðist í atvinnuuppbyggingu á árinu og gekk erfiðlega að koma stórframkvæmdum á koppinn. Árið einkenndist af ósamstöðu í atvinnumál. Samtök atvinnulífsins og ASÍ sögðu sig frá stöðugleikasáttmálunum ári eftir undirritun. Sigríður Mogensen, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, tók saman helstu fréttir af atvinnumálum og var samantekin sýnd í árlegri Kryddsíld Stöðvar 2 í gær. Hægt er að sjá samantekina hér.

Fréttaárið 2010: Fáein gullkorn

Árið var litríkt og einkenndist af uppgjöri við hrunið. Lóa Pind Aldísardóttir tók saman gullkorn sem hrutu af vörum landsmanna á árinu og athyglisverð ummæli. Samantektin var sýnd í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær. Þar byrjaði Lóa leika á bjartsýnni og vongóðri konu í Kryddsíldinni fyrir sléttu ári. Samantektina er hægt að sjá hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×