Fótbolti

Margrét Lára sá rautt fyrir brot á Katrínu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Margrét Lára fagnar marki fyrir Ísland
Margrét Lára fagnar marki fyrir Ísland
Djurgården sigraði Kristianstad 2-0 í Íslendingaslagnum í sænsku úrvalsdeildinni sem er farin af stað á ný eftir Heimsmeistaramótið.

Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliðið Kristianstad líkt og Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir en Margrét Lára fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir brot á Katrínu Jónsdóttir sem var að vanda í byrjunarliði Djurgården líkt og Dóra María Lárusdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Caroline Sjöblom og Emma Lund skoruðu mörk Djurgården sem er eftir leikinn í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig en Kristianstad er í fimmta sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×