Enski boltinn

McParland: Ég er búinn að gera mitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth McAuley og Marton Fulop fagna sigri Ipswich í kvöld.
Gareth McAuley og Marton Fulop fagna sigri Ipswich í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ian McParland, stjórnaði Ipswich í 1-0 sigrinum á Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld en hann fær ekki tækifæri til að stjórna liðinu í seinni leiknum því þá verður Paul Jewell tekinn við.

„Ég er rosalega ánægður fyrir hönd strákanna. Það sýnir sterkan karakter að koma til baka eftir svona skell eins og á móti Chelsea en við hefðum getað skorað þrjú mörk í kvöld. Ég er svakalega stoltur af þeim öllum," sagði Ian McParland en Ipswich tapaði 7-0 á móti Chelsea í enska bikarnum um síðustu helgi.

„Ég er búinn að gera mitt og mitt markmið var að sjá til þess að liðið ætti enn möguleika í seinni leiknum. Þeir eiga góða möguleika ef þeir fara á Emirates og vinna jafnvel fyrir hvern annan og þeir gerðu í kvöld," sagði McParland.

„Ég verð væntalega kominn annað þegar seinni leikurinn fer fram en ég vonast samt til að fá tækifæri til að stýra liði sem fyrst. Ég átti frábæran tíma hérna og hér er allt til alls til þess að snúa genginu við," sagði McParland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×