Enski boltinn

Balotelli frá í mánuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli í leik með City.
Mario Balotelli í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Mario Balotelli verður frá keppni með Manchester City næsta mánuðinn þar sem hann er meiddur á hné.

Balotelli er tvítugur sóknarmaður á sínu fyrsta tímabili með City en hann hefur þegar verið frá í stóran hluta tímabilsins vegna aðgerðar á hné sem hann gekkst undir fyrr í haust.

„Ég hef áhyggjur af þessu því hann er okkur mikilvægur en getur ekki spilað næstu 3-4 vikurnar," sagði Roberto Mancini, stjóri City, við enska fjölmiðla.

„Það er ótrúlegt að hann gekkst undir aðgerð fyrir tveimur mánuðum síðan en er svo aftur í vandræðum með hnéð á sér."

„Það gæti verið að hann þurfi aftur að fara í aðgerð. Við vitum það ekki enn. Hann þarf að hvíla sig og svo verður hann vonandi í lagi eftir rétta meðhöndlun."

Líklegt er að þetta muni gefa Edin Dzeko, sem City keypti nýverið frá Wolfsburg í Þýskalandi, tækifæri til að láta strax til sín taka hjá City.

Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á að Emmanuel Adebayor verði seldur frá félaginu nú í janúar eins og búist var við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×