Fótbolti

Pearce: Hörð samkeppni í riðlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuart Pearce með eiginkonu sinni, Elizabeth.
Stuart Pearce með eiginkonu sinni, Elizabeth. Nordic Photos / Getty Images

Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U-21 liðs Englands, á von á harðri samkeppni um efsta sætið í riðli liðsins í undankeppni EM 2013.

England er í riðli með Íslandi, Noregi, Belgíu og Aserbaídsjan. Alls eru tíu riðlar í undankeppninni og komast sigurvegarar hvers riðils áfram í umspil auk þeirra fjögurra liða sem ná bestum árangri í 2. sæti.

England og Ísland keppa bæði í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar og mætast í vináttulandsleik í næsta mánuði.

„Við ætlum ekki að fara of langt fram úr okkur því við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að mótinu í sumar," sagði Pearce.

„En þetta verður mjög erfið undankeppni fyrir okkur. Ísland keppir í Danmörku í sumar og við eigum erfiða leiki fyrir höndum gegn hinum liðunum."

„Það er því ljóst að þau lið sem komast til Ísraels árið 2013 munu hafa lagt mikið á sig til að komast þangað og eiga það skilið."






Tengdar fréttir

Ísland mætir Englandi í forkeppni EM U21 árs landsliða

Nú rétt áðan var dregið í forkeppni Evrópumóts landsliða leikmanna 21 árs og yngri en úrslitakeppnin verður í Ísrael í júní 2013. Íslendingar spila í 8. riðli með Englendingum, Belgum, Írum, Norðmönnum og Aserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×