Enski boltinn

Skrtel: Kom ekki á óvart að Torres fór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Martin Skrtel, leikmaður Liverpool, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Fernando Torres hafi ákveðið að fara frá félaginu.

Chelsea keypti á mánudaginn Torres frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda og skrifaði hann undir fimm og hálfs árs samning við félagið.

„Ég átti von á þessu," sagði Skrtel í viðtali við fjölmiðla í heimalandinu Slóvakíu.

„Það hefur verið mikið rætt um þetta síðustu vikurnar. Hann æfði ekkert með okkur síðustu tvo dagana og þá virtust sögusagnirnar að vera að rætast."

„Okkur finnst þetta leiðinlegt vegna þess að hann er leikmaður í heimsklassa. En þetta kom ekki á óvart."

„Ég óska honum alls hins besta en ég get ekki sagt að ég óski þess að Chelsea muni ganga vel í framtíðinni. Kannski mun Fernando sjá eftir öllu saman síðar meir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×