Enski boltinn

Ledley King týndi vegabréfinu og komst ekki í aðgerð í Þýskalandi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ledley King komst ekki í aðgerð í Þýskalandi þar sem hann fann ekki vegabréfið sitt fyrir brottför.
Ledley King komst ekki í aðgerð í Þýskalandi þar sem hann fann ekki vegabréfið sitt fyrir brottför. Nordic Photos/Getty Images

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham er með langan lista yfir meidda leikmenn og hann var ekki ánægður með fyrirliðann Ledley King sem komst ekki í aðgerð í Þýskalandi þar sem varnarmaðurinn fann ekki vegabréfið sitt fyrir brottför.

King hefur glímt við meiðsli í nára og hann fer væntanlega ekki í aðgerðina fyrr en í næstu viku.

„Þetta er löng saga, Ledley átti að fara í aðgerðina í dag, en hann fann ekki vegabréfið sitt og gat því ekki farið til Þýskalands," sagði Redknapp við fréttamenn í London í gær.

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem kom frá Everton á dögunum meiddist á æfingu og Luka Modric er frá næstu tvær til þrjár vikurnar eftir botnlanga aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×