Enski boltinn

Sjálfsmark frá Pantsil tryggði Liverpool sigur

Fernando Torres, Raul Meireles  og Steven Gerrard fagna markinu sem reyndist vera sigurmark leiksins á Anfield í kvöld.
Fernando Torres, Raul Meireles og Steven Gerrard fagna markinu sem reyndist vera sigurmark leiksins á Anfield í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Liverpool er á sigurbraut undir stjórn Kenny Dalglish eftir 1-0 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinn í kvöld. Þetta var annar sigur liðsins undir stjórn Skotans en liðið vann WBA um s.l. helgi 3-0 á útivelli. John Pantsil leikmaður Fulham skoraði sjálfsmark á 52. mínútu þar sem að atburðarásin var lygileg.

Fernando Torres skaut í stöngina og boltinn barst fyrir mark Fulham þar sem allt fór úrskeiðis hjá vörn og markverði Fulham. Meireles gerði sig líklegan til þess að pota boltanum yfir línuna en hann þurfti þess ekki.

Fulham gerði atlögu að vörn Liverpool undir lok leiksins. Norski landsliðsmaðurinn Brede Hageland átti skalla að marki Liverpool sem var bjargað á línu. Og Pepe Reina markvörður Liverpool bjargaði vel þegar hann varði skot frá Moussa Dembele. Liverpool er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en Fulham er í 15. sæti með 26.

Staðan í deildinni:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×