Veigar Páll Gunnarsson vill fara til Rosenborg samkvæmt frétt á vef Aftonbladet en blaðið hefur það eftir umboðsmanni Veigars Páls, Arnóri Guðjohnsen.
Norsku liðin Vålerenga og Rosenborg hafa bæði mikinn áhuga á því að fá Veigar Pál frá Stabæk sem þarf að sjá á eftir sínum besta leikmanni vegna fjárhagsvandræða.
„Hann vill fara til Rosenborg. Hann er búinn að ná samkomulagi við Rosenborg og nú þurfa félögin bara að semja um kaupverðið," sagði Arnór Guðjohnsen við Aftonbladet.
Veigar Páll hefur leikið vel með Stabæk á tímabilinu og hefur alls komið að ellefu mörkum, er með sjö mörk og fjórar stoðsendingar.
Veigar Páll vildi ekki tjá sig um málið við Aftonbladet ekki frekar en forráðamenn Stabæk-liðsins.
Arnór Guðjohnsen við Aftonbladet: Veigar Páll vill fara til Rosenborg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti






Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
