Enski boltinn

Kasami gengur til liðs við Fulham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pajtim Kasami í baráttu við Zoran Tosic fyrrum leikmann Man Utd í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.
Pajtim Kasami í baráttu við Zoran Tosic fyrrum leikmann Man Utd í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP
Svissneski miðjumaðurinn Pajtim Kasami hefur gengið til liðs við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kasami kemur frá ítalska liðinu Palermo en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Kasami sem á ættir að rekja til Albaníu var lykilmaður í landsliði Sviss sem komst í úrslit Evrópumóts U-21 árs landsliða í Danmörku fyrr í sumar. Hann spilaði 24 leiki með Palermo á síðustu leiktíð.

„Pajtim er ungur, hæfileikaríkur miðjumaður sem getur náð langt,“ sagði Martin Jol hinn hollenski þjálfari Fulham.

„Hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur spilað fleiri en eina stöðu á vellinum,“ bætti Jol við.

Kasami var í stuttan tíma í láni hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall. Hann var í sigurliði Sviss í HM U-17 ára landsliða árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×