Fótbolti

Slæmt tap hjá AZ Alkmaar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar steinlágu óvænt 1-5 á móti Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ Alkmaar var með þriggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn og var aðeins búið að tapa einum leik á tímabilinu.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 41. mínútu í stöðunnu 2-1 fyrir Heerenveen en Heerenveen komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, fyrst í 1-0 á 14. mínútu og svo í 2-1 á 31. mínútu. Jozy Altidore minnkaði muninn fyrir AZ á 20. mínútu.

Heerenveen skoraði síðan þrjú mörk í seinni hálfleiiknum en tvö þeirra komu á fyrstu fjórum mínútum hálfleiksins. Fimm leikmenn skoruðu fyrir  en það voru þeir Bas Dost, Rajiv van la Parra, Filip Djuricic, Ramon Zomer og Luciano Narsingh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×