Richards vill fara frá City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 10:15 Micah Richards, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images Micah Richards er orðinn leiður á því að fá að spila lítið hjá Manchester City og vill fara frá félaginu. Richards er 22 ára gamall varnarmaður sem sló í gegn sem táningur. Hann komst meira að segja í enska landsliðið. Hins vegar hefur honum ekki gengið mjög vel undanfarin ár og hefur misst sæti sitt bæði í byrjunarliði City og landsliðinu. Það hefur ekki breyst á núverandi tímabili og hefur Richards ekki verið fastamaður í liðinu síðan í upphafi tímabilsins en þá hélt hann sæti sínu í byrjunarliðinu í fyrstu fimm umferðunum. „Ég veit að fólk á eftir að lesa þetta og velta fyrir sér hvers vegan í ósköpunum ég steinhaldi ekki bara kjafti," sagði Richards í samtali við enska fjölmiðla. „City er í öðru sæti og því hlýtur stjórinn að hafa rétt fyrir sér. Það sem hann hefur verið að gera er að virka. En ég veit hvað ég get og ég vil fá tækifæri til að sýna það." „Ég er ekki sú tegund af leikmanni sem sættir sig við það að sitja bara á bekknum og þiggja laun fyrir það. Mér líkar alls ekki illa við Roberto Mancini eða félagið sjálft. Stjórinn veit alveg hvernig mér líður." „Hann sagði mér að ég væri enn í hans framtíðaráætlunum en þá komu þrír leikir í röð þar sem ég kom ekkert við sögu." „Stundum er ég í liðinu en svo kemur Jerome Boateng inn í minn stað. Eða Pablo Zabaleta. Eða þá að við tveir spilum saman. Þetta er allt í þessum dúr og sífellt verið að breyta til." „Ég skildi það vel þegar ég komst ekki í liðið þegar að Mark Hughes var að stýra því. Þá var ég ekki að spila vel. En ég lagði mikið á mig í sumar og finnst að ég hafi verið að spila vel í haust. Ég hef trú á sjálfum mér og veit hvenær ég er í góðu formi - sem er einmitt núna." „Við erum með fáránlega marga leikmenn og það eru margir ótrúlega góðir sem komast ekki einu sinni að. Það er 21 leikmaður sem fer í hvern einasta leik og þrír þeirra komast ekki á bekkinn. Ég vona að félagið skilji að þeir verði að leyfa sumum leikmönnum að fara. Annars munu þeir einfaldlega rotna." Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Micah Richards er orðinn leiður á því að fá að spila lítið hjá Manchester City og vill fara frá félaginu. Richards er 22 ára gamall varnarmaður sem sló í gegn sem táningur. Hann komst meira að segja í enska landsliðið. Hins vegar hefur honum ekki gengið mjög vel undanfarin ár og hefur misst sæti sitt bæði í byrjunarliði City og landsliðinu. Það hefur ekki breyst á núverandi tímabili og hefur Richards ekki verið fastamaður í liðinu síðan í upphafi tímabilsins en þá hélt hann sæti sínu í byrjunarliðinu í fyrstu fimm umferðunum. „Ég veit að fólk á eftir að lesa þetta og velta fyrir sér hvers vegan í ósköpunum ég steinhaldi ekki bara kjafti," sagði Richards í samtali við enska fjölmiðla. „City er í öðru sæti og því hlýtur stjórinn að hafa rétt fyrir sér. Það sem hann hefur verið að gera er að virka. En ég veit hvað ég get og ég vil fá tækifæri til að sýna það." „Ég er ekki sú tegund af leikmanni sem sættir sig við það að sitja bara á bekknum og þiggja laun fyrir það. Mér líkar alls ekki illa við Roberto Mancini eða félagið sjálft. Stjórinn veit alveg hvernig mér líður." „Hann sagði mér að ég væri enn í hans framtíðaráætlunum en þá komu þrír leikir í röð þar sem ég kom ekkert við sögu." „Stundum er ég í liðinu en svo kemur Jerome Boateng inn í minn stað. Eða Pablo Zabaleta. Eða þá að við tveir spilum saman. Þetta er allt í þessum dúr og sífellt verið að breyta til." „Ég skildi það vel þegar ég komst ekki í liðið þegar að Mark Hughes var að stýra því. Þá var ég ekki að spila vel. En ég lagði mikið á mig í sumar og finnst að ég hafi verið að spila vel í haust. Ég hef trú á sjálfum mér og veit hvenær ég er í góðu formi - sem er einmitt núna." „Við erum með fáránlega marga leikmenn og það eru margir ótrúlega góðir sem komast ekki einu sinni að. Það er 21 leikmaður sem fer í hvern einasta leik og þrír þeirra komast ekki á bekkinn. Ég vona að félagið skilji að þeir verði að leyfa sumum leikmönnum að fara. Annars munu þeir einfaldlega rotna."
Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira