Enski boltinn

Gekk illa hjá Íslendingaliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leik með Coventry.
Aron í leik með Coventry.

Aron Einar Gunnarsson snéri aftur í lið Coventry í dag eftir þriggja leikja bann er Coventry sótti Barnsley heim í ensku B-deildinni. Endurkoma hans dugði ekki til sigurs í dag því Coventry tapaði, 2-1. Aron lék allan leikinn.

Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR sem gerði jafntefli, 2-2, gegn Bristol City á heimavelli sínum.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi Reading í dag sem lagði Burnley, 2-1.

Hermann Hreiðarsson kom inn af bekknum á 25. mínútu er Portsmouth tapaði á heimavelli, 2-3, fyrir Hull City.

Heiðar og félagar í QPR eru á toppnum, Reading er í 7. sæti, Coventry í 11. sæti og Portsmouth 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×