Fótbolti

Fyrrum leikmaður Blackburn æfir með AEK

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Goulon og Phil Jones í baráttu við Nani á síðustu leiktíð.
Goulon og Phil Jones í baráttu við Nani á síðustu leiktíð. Nordic Photos/Getty
Franski miðjumaðurinn Herold Goulon æfir um þessar mundir með Eiði Smára Guðjohnsen og Elfari Frey Helgasyni hjá AEK Aþenu. Goulon var fenginn til Blackburn þegar Sam Allardyce réð þar ríkjum en fékk fá tækifæri undir stjórn Steve Kean og látinn fara að loknu síðasta tímabili.

Goulon er í leit að nýju liði og æfði með Köln fyrr í sumar. Miðjumaðurinn 23 ára leikur tvo æfingaleiki með AEK á Kýpur í vikunni. Standi hann sig yrði hann kærkomin viðbót við lið AEK sem verður fjölþjóðlegra með hverri vikunni.

Auk Eiðs Smára og Elfars Freys eru Spánverjarnir Cala og José Carlos komnir á láni frá Sevilla og Kamerúninn Steve Leo Beleck á láni frá Udinese á Ítalíu. Fyrir er Ástrali, Kýpverji, Pólverji og Brasilíumaður í leikmannahópi AEK.

AEK mætir Dinamo Tbilisi í 4. umferð í forkeppni Evrópudeildar. Fyrri leikur liðanna verður í Aþenu fimmtudaginn 18. ágúst og verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×