Stökkbreytt veira vekur ugg hérlendis 21. desember 2011 08:00 Fuglaflensan 2006 Vísindamenn í Hollandi segja ástæðu þess að þeir þróuðu nýlega stökkbreytt afbrigði af veirunni þá að þekkingin sé nauðsynleg í þróun betri bóluefna.Fréttablaðið/Ap Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira