Manchester United bætti í gær eins árs gamalt markamet Chelsea í fyrstu fjórum leikjunum með því að vinna 5-0 útisigur á Bolton og vera þar með búið að skora 18 mörk í fyrstu fjórum umferðunum. Chelsea skoraði 17 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í fyrra.
Wayne Rooney skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fjórum leikjum Manchester United. Það var því ekkert skrýtið að stjórinn Sir Alex Ferguson færi að spá því eftir leikinn að Rooney myndi bæta markamet Bobby Charlton hjá United.
Þetta var sjöunda þrenna Rooney fyrir Manchester United en Charlton skoraði einnig sjö þrennur fyrir félagið á sínum ferli.
„Hann er ungur ennþá og ég er viss um að hann mun bæta metið hans Charlton," sagði Sir Alex Ferguson við Sky Sports eftir leikinn í gær.
Rooney er enn bara 25 ára gamall en honum vantar nú 94 mörk til að jafna félagsmarkamet Bobby Charlton sem skoraði 249 mörk fyrir Manchester United frá 1956 til 1973.
Ferguson: Ég er viss um að Rooney slær markamet Booby Charlton
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn



Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti
