Enski boltinn

Avram Grant: Leikmennirnir mínir gáfust ekki upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avram Grant, stjóri West Ham.
Avram Grant, stjóri West Ham. Mynd/AP
Avram Grant, stjóri West Ham, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Birmingham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli liðsins á Upton Park.

„Liðsandinn var frábær í kvöld," sagði Avram Grant við BBC en West Ham tókst að skora sigurmarkið í leiknum á 78. mínútu þrátt fyrir að vera aðeins tíu inn á vellinum frá 59. mínútu leiksins.

„Við erum með lítinn hóp og höfum spilað marga leiki á stuttum tíma. Leikmennirnir mínir gáfust samt ekki upp og tókst að tryggja flottan sigur," sagði Avram Grant.

„Fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og bikarleikurinn á móti Barnsley þar sem við fengum sjö eða átta færi en náðum ekki að skora. Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi. Þetta var erfitt manni færri en skiptingarnar breyttu leiknum," sagði Avram Grant sem skipti Carlton Cole inn á fyrir Frédéric Piquionne á 75. mínútu og Cole skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×