Enski boltinn

Fimmtán mörk og fullt hús hjá City en Mancini vill meira

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero og Samir Nasri fagna öðru marki Aguero í gær sem Nasri lagði upp.
Sergio Aguero og Samir Nasri fagna öðru marki Aguero í gær sem Nasri lagði upp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er ekki nógu sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir að liðið sé með fullt hús eftir fjórar umferðir og hafi þegar skorað fimmtán mörk. City er í öðru sæti á eftir United sem er með aðeins betri markatölu.

„Við fengum fimmtán færi í fyrri hálfleiknum en skoruðum bara eitt mark. Það er vandamál því leikurinn getur þá breyst á augabragði," sagði Roberto Mancini.

„Í næsta leik verðum við að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við þurfum að bæta okkar leik. Við höfum byrjað vel en þetta verður langt tímabil. Ef við ætlum að enda tímabilið í toppformi þá þurfum við að bæta okkar leik," sagði Mancini.

Mancini setti Carlos Tevez í byrjunarliðið og Tevez lét verja frá sér víti í fyrri hálfleiknum. Hann var síðan tekinn af velli eftir rúman klukktíma. Landi hans Sergio Aguero skoraði öll þrjú mörkin og David Silva fór á kostum á miðjunni.

„Carlo er ekki hundrað prósent en ég er ánægður fyrir hans hönd því hann spilaði mjög vel með Sergio. Hann klikkaði á víti en það getur gerst og hann er vanur að skora. Það var mikilvægt fyrir hann að byrja leikinn og spila vel. Hann verður kannski orðin hundrað prósent eftir tvo til þrjá leiki," sagði Mancini sem vildi ekki taka einn mann út úr sínu liði.

„Silva er toppleikmaður en það eru einnig Aguero, Yaya Toure og Nasri og fyrir þá alla er það lítið mál að spila fótolta," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×