Terry hataðasti maðurinn í knattspyrnuheiminum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. janúar 2011 07:00 Bridge neitaði að taka í hönd Terry er hann komst að því að Terry hefði sængað hjá kærustunni hans. Vefmiðillinn caughtoffside.com hefur staðið fyrir áhugaverðri könnun síðustu misserin. Könnuninn snýst nefnilega um það hver sé hataðastur í knattspyrnuheiminum. Það eru ekki allir vinsælir í boltanum og þeir sem eru mjög vinsælir eru líka oft mjög óvinsælir. Tæplega 15 þúsund manns tóku þátt í þessari könnun en lesendur síðunnar eru meira og minna breskir og niðurstaðan ber keim af því. Hér að neðan má sjá topp tíu listann sem er áhugaverður.10. sæti: Mauricio Espinosa. Þessi dómari skaut sjálfum sér upp á stjörnuhimininn síðasta sumar er hann dæmdi leik Englands og Þýskalands á HM. Frank Lampard skoraði þá fullkomlega löglegt mark sem fór langt inn fyrir línuna. Þrátt fyrir það neitaði Espinosa að dæma mark. Er hermt að hann hafi verið eini maðurinn í heiminum sem sá ekki að boltinn fór inn fyrir línuna.9. sæti: Robbie Savage. Savage hefur verið með óvinsælli leikmönnum Bretlandseyja í fjölda ára og þó svo hann hafi ekki spilað meðal þeirra bestu í nokkurn tíma er hann ekki gleymdur. Savage þykir einstaklega leiðinlegur á velli og er þekktur fyrir fautabrot sín og almennt leiðinlegt hátterni á vellinum. Upp á síðkastið hefur hann verið duglegur við að pirra fólk með færslum sínum á Twitter.8. sæti: Mike Ashley Eigandi Newcastle er einstaklega umdeildur maður og virðist vera hataður af mörgum. Einhverjir hafa haldið því fram að honum hafi tekist að gera það að listgrein að láta hata sig. Vinsældir hans jukust svo ekki er hann rak Chris Hughton frá Newcastle fyrr í vetur en þjálfarinn var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.7. sæti: Luis Suarez Einn af fáum á listanum sem er þar út af einhverju sem gerist á vellinum. Það er líklega enginn búinn að gleyma því er hann varði boltann á línunni gegn Gana á HM. Varslan skilaði sínu því Gana klúðraði vítinu og datt úr leik. Allt varð vitlaust í kjölfarið og vildu margir setja Suarez í langt bann fyrir óheiðarlegan leik. Hann fékk þó bann í vetur er hann beit andstæðing sinn í leik með Ajax. Áhugaverður maður hann Suarez.6. sæti: Jose Mourinho Portúgalski hrokagikkurinn er ekki allra. Sjálfstraustið lekur af þessum manni og skoðanir manna á honum eru annað hvort ást eða hatur. Mourinho er þekktur fyrir það að tala í fyrirsögnum og mörgum finnst hann ekki bera næga virðingu fyrir andstæðingnum. Svo er hann duglegur að hrósa sjálfum sér en sjálfshól hefur aldrei farið vel í pöpulinn.5. sæti: Wayne Rooney Hann var talsvert hataður fyrir tímabilið en lestin hreinlega fylltist er hann sagðist ætla að fara frá Man. Utd fyrr í vetur. Allt varð vitlaust í kjölfarið en Rooney fékk sínu fram sem var risasamningur við félagið. Margir hafa fordæmt hegðun Rooney sem einhverjir vilja meina að sé viljalaust verkfæri í höndum siðblindra umboðsmanna. Látum liggja milli hluta hvort það sé rétt. Reglulegar uppáferðir leikmannsins á vændishúsum hafa heldur ekki aukið vinsældir kappans.4. sæti: Cristiano Ronaldo Þykir, rétt eins og þjálfarann sinn, yfirmáta hrokafullur og hreinlega óþolandi af ansi mörgum. Fáranlega hæfileikaríkur leikmaður sem eyðileggur fyrir sjálfum sér með endalausum leikaraskap og almennu væli á knattspyrnuvellinum. Hann er ekki sagður vinamargur og meira að segja félagar hans hjá Real Madrid þola hann ekki.3. sæti: Mario Balotelli Þessum unga Ítala hefur á stuttum tíma tekist að fá ótrúlega marga til þess að hata sig. Það er ekki bara að hann virðist ekki kunna að brosa heldur virðist hann almennt vera leiðinlegur. Fúll á móti. Er hrokagikkur og stuðningsmenn Inter voru fegnir að losna við hann til Englands. Hann er ekki að slá í gegn á Englandi og hermt er að hann eigi enga vini. Það þarf að hafa fyrir slíku.2. sæti: Sepp Blatter Forseti FIFA er sagður vera einstaklega spilltur og reyndar hefur verið sýnt fram á vafasamt háttalag hans ítrekað. Þrátt fyrir það virðist fótboltahreyfingunni standa á sama. Hann er enn kóngurinn hjá FIFA og er ekkert fararsnið á honum.1. sæti: John Terry Það er fyrirliði Chelsea, John Terry, sem fær þann vafasama heiður að tróna á toppi þessa vafasama lista. Svaf hjá kærustu liðsfélaga síns og missti fyrirliðastöðuna hjá enska landsliðinu í kjölfarið. Uppákoma sem á sér líklega enga hliðstæða í knattspyrnuheiminum. Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Vefmiðillinn caughtoffside.com hefur staðið fyrir áhugaverðri könnun síðustu misserin. Könnuninn snýst nefnilega um það hver sé hataðastur í knattspyrnuheiminum. Það eru ekki allir vinsælir í boltanum og þeir sem eru mjög vinsælir eru líka oft mjög óvinsælir. Tæplega 15 þúsund manns tóku þátt í þessari könnun en lesendur síðunnar eru meira og minna breskir og niðurstaðan ber keim af því. Hér að neðan má sjá topp tíu listann sem er áhugaverður.10. sæti: Mauricio Espinosa. Þessi dómari skaut sjálfum sér upp á stjörnuhimininn síðasta sumar er hann dæmdi leik Englands og Þýskalands á HM. Frank Lampard skoraði þá fullkomlega löglegt mark sem fór langt inn fyrir línuna. Þrátt fyrir það neitaði Espinosa að dæma mark. Er hermt að hann hafi verið eini maðurinn í heiminum sem sá ekki að boltinn fór inn fyrir línuna.9. sæti: Robbie Savage. Savage hefur verið með óvinsælli leikmönnum Bretlandseyja í fjölda ára og þó svo hann hafi ekki spilað meðal þeirra bestu í nokkurn tíma er hann ekki gleymdur. Savage þykir einstaklega leiðinlegur á velli og er þekktur fyrir fautabrot sín og almennt leiðinlegt hátterni á vellinum. Upp á síðkastið hefur hann verið duglegur við að pirra fólk með færslum sínum á Twitter.8. sæti: Mike Ashley Eigandi Newcastle er einstaklega umdeildur maður og virðist vera hataður af mörgum. Einhverjir hafa haldið því fram að honum hafi tekist að gera það að listgrein að láta hata sig. Vinsældir hans jukust svo ekki er hann rak Chris Hughton frá Newcastle fyrr í vetur en þjálfarinn var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.7. sæti: Luis Suarez Einn af fáum á listanum sem er þar út af einhverju sem gerist á vellinum. Það er líklega enginn búinn að gleyma því er hann varði boltann á línunni gegn Gana á HM. Varslan skilaði sínu því Gana klúðraði vítinu og datt úr leik. Allt varð vitlaust í kjölfarið og vildu margir setja Suarez í langt bann fyrir óheiðarlegan leik. Hann fékk þó bann í vetur er hann beit andstæðing sinn í leik með Ajax. Áhugaverður maður hann Suarez.6. sæti: Jose Mourinho Portúgalski hrokagikkurinn er ekki allra. Sjálfstraustið lekur af þessum manni og skoðanir manna á honum eru annað hvort ást eða hatur. Mourinho er þekktur fyrir það að tala í fyrirsögnum og mörgum finnst hann ekki bera næga virðingu fyrir andstæðingnum. Svo er hann duglegur að hrósa sjálfum sér en sjálfshól hefur aldrei farið vel í pöpulinn.5. sæti: Wayne Rooney Hann var talsvert hataður fyrir tímabilið en lestin hreinlega fylltist er hann sagðist ætla að fara frá Man. Utd fyrr í vetur. Allt varð vitlaust í kjölfarið en Rooney fékk sínu fram sem var risasamningur við félagið. Margir hafa fordæmt hegðun Rooney sem einhverjir vilja meina að sé viljalaust verkfæri í höndum siðblindra umboðsmanna. Látum liggja milli hluta hvort það sé rétt. Reglulegar uppáferðir leikmannsins á vændishúsum hafa heldur ekki aukið vinsældir kappans.4. sæti: Cristiano Ronaldo Þykir, rétt eins og þjálfarann sinn, yfirmáta hrokafullur og hreinlega óþolandi af ansi mörgum. Fáranlega hæfileikaríkur leikmaður sem eyðileggur fyrir sjálfum sér með endalausum leikaraskap og almennu væli á knattspyrnuvellinum. Hann er ekki sagður vinamargur og meira að segja félagar hans hjá Real Madrid þola hann ekki.3. sæti: Mario Balotelli Þessum unga Ítala hefur á stuttum tíma tekist að fá ótrúlega marga til þess að hata sig. Það er ekki bara að hann virðist ekki kunna að brosa heldur virðist hann almennt vera leiðinlegur. Fúll á móti. Er hrokagikkur og stuðningsmenn Inter voru fegnir að losna við hann til Englands. Hann er ekki að slá í gegn á Englandi og hermt er að hann eigi enga vini. Það þarf að hafa fyrir slíku.2. sæti: Sepp Blatter Forseti FIFA er sagður vera einstaklega spilltur og reyndar hefur verið sýnt fram á vafasamt háttalag hans ítrekað. Þrátt fyrir það virðist fótboltahreyfingunni standa á sama. Hann er enn kóngurinn hjá FIFA og er ekkert fararsnið á honum.1. sæti: John Terry Það er fyrirliði Chelsea, John Terry, sem fær þann vafasama heiður að tróna á toppi þessa vafasama lista. Svaf hjá kærustu liðsfélaga síns og missti fyrirliðastöðuna hjá enska landsliðinu í kjölfarið. Uppákoma sem á sér líklega enga hliðstæða í knattspyrnuheiminum.
Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira