Enski boltinn

Evra ekki valinn í franska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrice Evra í leik með Manchester United.
Patrice Evra í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakklands, valdi ekki Patrice Evra í franska landsliðið þó svo að kappinn sé ekki lengur í leikbanni hjá landsliðinu.

Evra var einn þeirra sem gekk hvað lengst í uppreisn leikmanna á HM í Suður-Afríku í sumar og fékk fyrir það fimm leikja landsliðsbann hjá franska knattspyrnusambandinu.

Frakkland mætir Brasilíu í vináttulandsleik þann 9. febrúar næstkomandi en þó svo að Evra sé búinn að taka út sitt fimm leikja bann hlaut hann ekki náð fyrir augum Blanc.

Margir af þekktustu stjórnmálamönnum Frakklands vilja að helstu vandræðagemlingunum frá HM í sumar verða áfram haldið utan landsliðsins.

Blanc sagði þó að hann hefði tekið ákvörðun sína sjálfur og ekki látið utanaðkomandi aðila hafa áhrif á sig.

Franck Ribery er ekki heldur valinn að þessu sinni en hann á að vísu við meiðsli að stríða.

Laurent Koscielny, leikmaður Arsenal, var valinn í franska landsliðið í fyrsta sinn.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Hugo Lloris (Lyon)

Steve Mandanda (Marseille)

Cedric Carrasso (Bordeaux)

Varnarmenn:

Anthony Reveillere (Lyon)

Gael Clichy (Arsenal)

Philippe Mexes (Roma)

Adil Rami (Lille)

Mamadou Sakho (Paris St Germain)

Bacary Sagna (Arsenal)

Eric Abidal (Barcelona)

Laurent Koscielny (Arsenal)

Miðvallarleikmenn:

Alou Diarra (Bordeaux)

Abou Diaby (Arsenal)

Yohan Cabaye (Lille)

Yoann Gourcuff (Lyon)

Yann M'Vila (Rennes)

Blaise Matuidi (St Etienne)

Framherjar:

Karim Benzema (Real Madrid)

Kevin Gameiro (Lorient)

Guillaume Hoarau (Paris St Germain)

Florent Malouda (Chelsea)

Loic Remy (Marseille)

Jeremy Menez (Roma)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×