Enski boltinn

Grant baðst afsökunar á tapinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Avram Grant, stjóri West Ham, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á 5-0 tapinu fyrir Newcastle fyrr í vikunni.

Hér fyrir ofan má sjá samantekt úr leiknum en West Ham átti skelfilegan dag eins og lesa má úr úrslitum leiksins.

West Ham er aftur komið í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem að Wolves vann óvæntan sigur á Chelsea og Wigan náði 1-1 jafntefli gegn Bolton.

Framtíð Grant hjá West Ham er í mikilli óvissu og talið líklegt að hann fái sinn síðasta séns í bikarleiknum gegn Barnsley um helgina.

„Ég ætla ekki að afsaka þetta á neinn hátt enda fór allt úrskeðis hjá okkur," sagði Grant í tölvupósti sem hann sendi stuðningsmönnum West Ham. „En það verður að hafa í huga að við höfðum staðið okkur vel í síðustu fjórum leikjum okkar fyrir þennan."

„Við erum að sjálfsögðu óánægðir með frammistöðuna og ekki síður úrslit leiksins. En við höfum áður staðið okkur vel og viljum komast aftur á þá braut."

„Það er erfitt að útskýra hvað gerðist. Þetta var einfaldlega slæmur dagur í vinnunni. Við erum óánægðir með að vera aftur á botni deildarinnar en það sem mestu máli skiptir er það sem við verðum í lok leiktíðarinnar."

„Ég bið þá afsökunar sem lögðu á sig langt ferðalag til að sjá ökkur spila. Við munum koma til baka í vikunni, ég er handviss um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×