Fótbolti

Pelé: Maradona elskar mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona og Pelé eru stundum vinir. Ekki oft þó.
Maradona og Pelé eru stundum vinir. Ekki oft þó.
Gömlu knattspyrnuhetjurnar Pelé og Diego Maradona eru enn eina ferðina komnir í hár saman. Að þessu sinni eftir að Maradona sagði Pelé að hann yrði að læra mannasiði.

Pelé tekur árás Maradona létt.

"Í fullri alvöru þá elskar Maradona mig. Hann dáir mig líka," sagði Pelé og hló við.

"Ef ég get gert eitthvað til þess að hjálpa honum þá mun ég gera það. Ég hef mætt í sjónvarpsþáttinn hans, mætt á kveðjuleikinn hans og stutt hann á margan hátt. Ég dýrka hann líka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×