Fótbolti

Aðeins um 200 Íslendingar á leiknum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar
Það er vonandi að fulltrúar Íslands á áhorfendapöllunum láti vel í sér heyra.
Það er vonandi að fulltrúar Íslands á áhorfendapöllunum láti vel í sér heyra. Mynd / Anton
Aðeins um sextíu miðar voru seldir í gegnum Knattspyrnusamband Íslands á leikinn gegn Norðmönnum á Ullevål-leikvanginum í Osló í kvöld. Ekki er búist við að meira en 150 Íslendingar verði á leiknum.

KSÍ átti rétt á að selja íslenskum stuðningsmönnum mun fleiri miða á leikinn en þurfti að láta megnið af þeim aftur í hendur Norðmanna.

Því tóku þeir sjálfsagt fegins hendi því löngu uppselt er á leikinn í kvöld og mikill áhugi á að komast á leiki með norska landsliðinu hér í landi.

Ullevål tekur rúmlega 25 þúsund manns í sæti og er búist við því að stemningin á leiknum í kvöld verði afar góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×