Morten Gamst Pedersen, leikmaður Blackburn í Englandi, gat ekki spilað með Norðmönnum í sigrinum á Íslandi í kvöld vegna meiðsla. Hann fagnaði samt vel með félögum sínum í leikslok.
„Þetta var ekki merkilegur fótboltaleikur en hver einasta mínúta skiptir máli í fótbolta og við náðum að skora í lokin. Það var gott að markið kom," sagði Morten Gamst Pedersen.
„Þessi leikur reyndi mikið á taugarnar því við vorum ekki að spila okkar besta leik. Þegar við fengum vítið í lokin þá var ég samt hundrað prósent viss um að Moa myndi skora," sagði Morten Gamst en hvað fannst honum um íslenska liðið?
„Íslenska liðið reyndi að spila fótbolta í þessum leik og þeir fengu mjög gott færi í upphafi leiks þegar markvörðurinn okkar varði vel. Þeir voru með Guðjohnsen en sköpuðu sér ekki mikið eftir það. Þetta var eins og áður sagði ekki góður fótbolti sem var spilaður í kvöld en við áttum sigurinn skilið," sagði Morten Gamst að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Morten Gamst: Var hundrað prósent viss um að Moa myndi skora úr vítinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar