Enski boltinn

Leon Best er leikmaður vikunnar í ensku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leon Best er leikmaður vikunnar í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrennu í 5-0 sigri Newcastle á West Ham.

Myndband af kappanum má sjá hér fyrir ofan en á sjónvarpsvef Vísis, undir flipanum íþróttir, má finna ýmis myndbönd úr ensku úrvalsdeildinni - til að mynda samantekt úr öllum leikjum nýliðinnar umferðar og úttekt á bestu mörkunum, bestu tilþrifum markvarða og liði og leikmanni umferðarinnar.

Samantektir úr leikjum í ensku úrvalsdeildinni má yfirleitt finna á sjónvarpsvef Vísis skömmu eftir að þeim lýkur.

Leon Best gekk í raðir Newcastle frá Coventry í fyrra, þegar liðið var í ensku B-deildinni. Honum gekk illa að fóta sig og tókst ekki að skora með liðinu.

Hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni er hann kom inn á sem varamaður gegn Wigan um síðustu helgi og var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn gegn Newcastle á miðvikudaginn var, aðallega vegna meiðsla Andy Carroll og Shola Ameobi.

En Best nýtti tækifærið vel og skoraði þrennu í leiknum og þar með sín fyrstu mörk fyrir Newcastle.

Best er írskur landsliðsmaður og á að baki sjö landsleiki. Hann á þó enn eftir að skora sitt fyrsta landsliðsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×