Dimitar Berbatov og Robin van Persie skoruðu báðir þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2011 16:58 Dimitar Berbatov er búinn að skora þrjár þrennur á tímabilinu. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag og er með tveggja stiga forskot á toppnum á Arsenal sem komst upp fyrir Manchester City með 3-0 sigri á Wigan. City getur endurheimt annað sætið þegar liðið mætir Aston Villa á eftir. Aaron Lennon tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á móti Newcastle í uppbótartíma.Manchester United vann sinn áttunda deildarsigur í röð á Old Trafford þegar liðið burstaði Birmingham 5-0 þar sem Dimitar Berbatov var enn á ný í stuði og skoraði þrennu. Það tók Manchester United aðeins 95 sekúndur að komast yfir á móti Birmingham. Dimitar Berbatov skallaði þá boltann inn af marklínunni eftir að John O'Shea skallaði hornspyrnu Ryan Giggs aftur fyrir sig. Berbatov bætti við öðru marki á 31. mínútu eftir sendingu Wayne Rooney og Rooney lagði síðan upp annað mark fyrir Giggs í lok hálfleiksins. Berbatov innsiglaði síðan þrennu sína í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá Giggs og undirbúning Rooney. Þetta var þriðja þrenna Búlgarans á tímabilinu og hann er sá fyrsti til að afreka það í ensku úrvalsdeildinni síðan að Ruud van Nistelrooy gerði það tímabilið 2002-2003. Nani fékk fullt af færum en tókst loksins að skora á 76. mínútu þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Manchester United vann því 5-0 stórsigur en sigurinn hefði auðveldlega geta orðið mun stærri. Robin van Persie.Mynd/AP Robin van Persie skoraði þrennu fyrir Arsenal sem vann 3-0 sigur á Wigan. Fyrsta markið skoraði hann á 21. mínútu eftir sendingu Alexandre Song, annað markið kom á 58. mínútu eftir laglegt samspil við Cesc Fabregas og það þriðja gerði Hollendingurinn á 85. mínútu. Van Persie átti möguleika á því að skora fernu en skaut yfir úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Fabricio Coloccini hélt upp á 29. ára afmælisdaginn með því að koma Newcastle í 1-0 á móti Tottenham á St James' Park en Aaron Lennon skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Tottenham hefur aðeins náð í tvö stig í síðustu þremur leikjum.Kieran Richardson skoraði bæði mörk Sunderland sem vann 2-1 útisigur á Blackpool en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum. Clint Dempsey skoraði tvö mörk fyrir Fulham sem vann 2-0 sigur á Stoke en Dempsey fiskaði auk þess Ryan Shawcross útaf með rautt spjald á 55. mínútu leiksins.Frédéric Piquionne virtist vera að tryggja West Ham sigur á Everton á Goodison Park sex mínútum fyrir leikslok en hann fékk sitt annað gula spjald skömmu síðar og Marouane Fellaini tryggði Everton 2-2 jafntefli í blálokin. Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dagSteven Pienaar lék sinn fyrsta leik með Tottenham.Mynd/Nordic Photos/GettyArsenal-Wigan 3-0 1-0 Robin van Persie (21.), 2-0 Robin van Persie (58.), 3-0 Robin van Persie (85.)Blackpool-Sunderland 1-2 0-1 Kieran Richardson (15.), 0-2 Kieran Richardson (35.), 1-2 Charlie Adam, víti (85.)Everton-West Ham 2-2 0-1 Jonathan Spector (25.), 1-1 Diniyar Bilyaletdinov (77.), 1-2 Frédéric Piquionne (84.), 2-2 Marouane Fellaini (90.)Fulham-Stoke 2-0 1-0 Clint Dempsey (33.), 2-0 Clint Dempsey, víti (56.)Manchester United-Birmingham 5-0 1-0 Dimitar Berbatov (2.), 2-0 Dimitar Berbatov (31.), 3-0 Ryan Giggs (45.+1), 3-0 Dimitar Berbatov (52.), 5-0 Nani (76.)Newcastle-Tottenham 1-1 1-0 Fabricio Coloccini (59.), 1-1 Aaron Lennon (90.+1)Wolves-Liverpool 0-3 0-1 Fernando Torres (36.), 0-2 Raúl Meireles (50.), 0-3 Fernando Torres (90.+1) Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag og er með tveggja stiga forskot á toppnum á Arsenal sem komst upp fyrir Manchester City með 3-0 sigri á Wigan. City getur endurheimt annað sætið þegar liðið mætir Aston Villa á eftir. Aaron Lennon tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á móti Newcastle í uppbótartíma.Manchester United vann sinn áttunda deildarsigur í röð á Old Trafford þegar liðið burstaði Birmingham 5-0 þar sem Dimitar Berbatov var enn á ný í stuði og skoraði þrennu. Það tók Manchester United aðeins 95 sekúndur að komast yfir á móti Birmingham. Dimitar Berbatov skallaði þá boltann inn af marklínunni eftir að John O'Shea skallaði hornspyrnu Ryan Giggs aftur fyrir sig. Berbatov bætti við öðru marki á 31. mínútu eftir sendingu Wayne Rooney og Rooney lagði síðan upp annað mark fyrir Giggs í lok hálfleiksins. Berbatov innsiglaði síðan þrennu sína í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá Giggs og undirbúning Rooney. Þetta var þriðja þrenna Búlgarans á tímabilinu og hann er sá fyrsti til að afreka það í ensku úrvalsdeildinni síðan að Ruud van Nistelrooy gerði það tímabilið 2002-2003. Nani fékk fullt af færum en tókst loksins að skora á 76. mínútu þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Manchester United vann því 5-0 stórsigur en sigurinn hefði auðveldlega geta orðið mun stærri. Robin van Persie.Mynd/AP Robin van Persie skoraði þrennu fyrir Arsenal sem vann 3-0 sigur á Wigan. Fyrsta markið skoraði hann á 21. mínútu eftir sendingu Alexandre Song, annað markið kom á 58. mínútu eftir laglegt samspil við Cesc Fabregas og það þriðja gerði Hollendingurinn á 85. mínútu. Van Persie átti möguleika á því að skora fernu en skaut yfir úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Fabricio Coloccini hélt upp á 29. ára afmælisdaginn með því að koma Newcastle í 1-0 á móti Tottenham á St James' Park en Aaron Lennon skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Tottenham hefur aðeins náð í tvö stig í síðustu þremur leikjum.Kieran Richardson skoraði bæði mörk Sunderland sem vann 2-1 útisigur á Blackpool en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum. Clint Dempsey skoraði tvö mörk fyrir Fulham sem vann 2-0 sigur á Stoke en Dempsey fiskaði auk þess Ryan Shawcross útaf með rautt spjald á 55. mínútu leiksins.Frédéric Piquionne virtist vera að tryggja West Ham sigur á Everton á Goodison Park sex mínútum fyrir leikslok en hann fékk sitt annað gula spjald skömmu síðar og Marouane Fellaini tryggði Everton 2-2 jafntefli í blálokin. Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dagSteven Pienaar lék sinn fyrsta leik með Tottenham.Mynd/Nordic Photos/GettyArsenal-Wigan 3-0 1-0 Robin van Persie (21.), 2-0 Robin van Persie (58.), 3-0 Robin van Persie (85.)Blackpool-Sunderland 1-2 0-1 Kieran Richardson (15.), 0-2 Kieran Richardson (35.), 1-2 Charlie Adam, víti (85.)Everton-West Ham 2-2 0-1 Jonathan Spector (25.), 1-1 Diniyar Bilyaletdinov (77.), 1-2 Frédéric Piquionne (84.), 2-2 Marouane Fellaini (90.)Fulham-Stoke 2-0 1-0 Clint Dempsey (33.), 2-0 Clint Dempsey, víti (56.)Manchester United-Birmingham 5-0 1-0 Dimitar Berbatov (2.), 2-0 Dimitar Berbatov (31.), 3-0 Ryan Giggs (45.+1), 3-0 Dimitar Berbatov (52.), 5-0 Nani (76.)Newcastle-Tottenham 1-1 1-0 Fabricio Coloccini (59.), 1-1 Aaron Lennon (90.+1)Wolves-Liverpool 0-3 0-1 Fernando Torres (36.), 0-2 Raúl Meireles (50.), 0-3 Fernando Torres (90.+1)
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira