Enski boltinn

Carroll vill spila gegn West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andy Carroll er í enskum fjölmiðlum í dag sagður vilja spila sinn fyrsta leik með Liverpool þegar að liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Carroll var keyptur til Liverpool frá Newcastle fyrir 35 milljónir punda í síðasta mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í desember.

Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að Carroll gæti jafnvel ekkert meira spilað á leiktíðinni vegna meiðslanna en því hefur verið hafnað. Áður hefur verið greint frá því að Carroll muni fyrst spila þegar að Liverpool tekur á móti Manchester United í byrjun mars.

En nú er sagt frá því í enskum fjölmiðlum að endurhæfing Carroll gangi vel og að til greina komi að hann verði í hópnum sem mætir West Ham um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×