Enski boltinn

Allardyce reiknar ekki með Scott Parker

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Parker, leikmaður West Ham.
Scott Parker, leikmaður West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, stjóri enska B-deildarliðsins West Ham, reiknar ekki með því að Scott Parker muni spila með liðinu í vetur. Hann muni líklega snúa aftur í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.

Parker var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en West Ham náði engu að síður ekki að bjarga sér frá falli. Parker vill eðlilega komast aftur að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni.

„Staða Scott hjá félaginu er viðkvæm því á endanum mun eitthvað lið koma til sögunnar og borga þá upphæð sem við metum Scott á,“ sagði Allardyce við enska fjölmiðla.

„Ef og þegar það gerist verður hann farinn. Það væri því rangt af mér að gerar mínar áætlanir fyrir veturinn með Scott í huga,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×