Enski boltinn

Luiz: Feginn að Torres er með mér í liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Luiz í leik með brasilíska landsliðinu.
David Luiz í leik með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

David Luiz er því feginn að hann þurfi ekki verjast gegn Fernando Torres í framtíðinni en báðir gengu þeir í raðir Chelsea á mánudaginn var.

Torres skoraði tvívegis er Liverpool vann 4-1 sigur á Benfica, gamla félagi Luiz, í Evrópudeild UEFA í apríl síðastliðnum.

„Það er auðvitað mjög erfitt að spila gegn honum vegna þess að hann er svo góður leikmaður," sagði Luiz við enska fjölmiðla.

„Ég er því ánægður með að ég skuli vera með honum í liði nú frekar en að þurfa að spila gegn honum."

Torres kom eins og flestir vita til Chelsea frá Liverpool en þessi félög munu einmitt mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Hvorugur spilaði með Chelsea þegar liðið vann 4-2 sigur á Sunderland á þriðjudagskvöldið en Luiz segist reiðubúinn að spila leikinn á sunnudag.

„Ég fæ vonandi að spila fljótlega og ég væri 100 prósent klár í slaginn ef við þyrftum að spila á morgun."

„Ég vona að ég geti hjálpað liðinu í því hlutverki sem að Hr. Ancelotti vill að ég gegni. Ég er ánægður svo lengi sem ég fæ að spila."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×