Enski boltinn

Chelsea neitar því að Cole hafi æst leikmenn Man. City upp

Forráðamenn Chelsea reyna nú að lægja öldurnar eftir lætin sem urðu í göngunum eftir leik Chelsea og Man. City. Þar á Ashley Cole að hafa æst leikmenn City upp úr öllu valdi með Stöð 5 kyndingum.

Roberto Mancini, stjóri City, hefur meðal annars staðfest að Cole hafi verið maðurinn sem æsti alla upp en Chelsea segir hann ljúga.

"Fréttir af þessu máli eru ekki réttar. Ashley Cole sagði ekki neitt við leikmenn andstæðinganna í göngunum eftir leik," segir í yfirlýsingu frá Chelsea.

"Ashley ber mikla virðingu fyrir Man. City og  öllum sem að félaginu koma. Marga þekkir hann persónulega og kallar vini sína."

Svo er bara spurning hverjum menn vilja trúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×