Enski boltinn

Tevez vill semja við Boca Juniors

Stuðningsmenn City vilja ekki sjá Tevez.
Stuðningsmenn City vilja ekki sjá Tevez.
Sólstrandargæjinn Carlos Tevez segist vera búinn að fá nóg af endalausum ferðalögum á milli Argentínu og Evrópu og þess vegna vilji hann semja við uppeldisfélag sitt, Boca Juniors.

"Mér er alveg sama þó ég þurfi að taka á mig launalækkun. Ég er orðinn þreyttur á þessum ferðalögum og það kemur ekki til greina að fara aftur til Englands," sagði Tevez sem nýtur ljúfa lífsins í heimalandinu en þangað strauk hann eins og óþekkur krakki.

Boca hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa Tevez og það er ekki hann sem ræður ferðinni í einu og öllu. Einu raunhæfu möguleikarnir fyrir hann virðast vera að fara annað hvort til AC Milan eða PSG.

Hann verður því líklega að leggja á sig það erfiði að ferðast meira næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×