Enski boltinn

Carroll fær bónus í janúar

Carroll mokar inn peningum á bekknum.
Carroll mokar inn peningum á bekknum.
Andy Carroll fær tæpar 30 milljónir króna í svokallaðan tryggðarbónus eftir áramótin. Breytir engu þó svo hann hafi aðeins verið 13 sinnum í byrjunarliði Liverpool frá því hann var keyptur á 35 milljónir punda frá Newcastle.

Carroll samdi um þennan árlega bónus og hann fær hann á meðan hann er enn hjá félaginu. Carroll hefur aðeins skorað 4 mörk fyrir Liverpool.

Carroll er þess utan með rúmar 11 milljónir króna í vikulaun hjá félaginu og fær svo greitt aukalega fyrir ímyndarrétt og hvern leik sem hann spilar.

Ef Carroll spilar meira en 60 prósent leikja Liverpool í vetur á hann rétt á launahækkun. Það gerist líklega ekki þar sem hann er meira og minna á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×