Fótbolti

Haraldur í landsliðið í stað Ragnars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Freyr lék síðast með landsliðinu í Futsal.
Haraldur Freyr lék síðast með landsliðinu í Futsal. Mynd/Vilhelm
Haraldur Freyr Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, hefur verið kallaður í íslenska landlsiðshópinn í stað Ragnars Sigurðssonar.

Ragnar mun hafa dregið sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum á laugardaginn en engar frekar skýringar á því eru gefnar á heimasíðu KSÍ.

Ragnar skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við dönsku meistarana í FC Kaupmannahöfn.

Haraldur á að baki tvö leiki með A-landsliði Íslands, báða árið 2005. Hann lék þó þrjá leiki með Futsal-landsliðinu í undankepnni EM fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×