Fótbolti

Ragnar: Þarf tíma til að koma mér fyrir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Mynd/Arnþór
Ragnar Sigurðsson segir að annríki vegna félagaskipta sinna hafi orðið til þess að hann dró sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum um helgina.

Ragnar mun þann 1. júlí næstkomandi ganga formlega til liðs við danska liðið FC Kaupmannahöfn frá IFK Gautaborg í Svíþjóð. Tilkynnt var um félagaskiptin í gær.

„Ég þarf tíma til að koma mér fyrir í Kaupmannahöfn og þar að auki á ég enn eftir að spila þrjá leiki með IFK Gautaborg áður en ég geng til liðs við FCK. Ég ákvað því að draga mig úr hópnum,“ sagði Ragnar í samtali við danska fjölmiðla í dag.

Vísir hefur ekki náð tali af Ragnari í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×