Enski boltinn

Young hitti sérfræðing vegna meiðslanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luke Young, leikmaður Aston Villa, fór í gær til sérfræðings vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að plaga hann undanfarnar vikur.

Young hefur ekki spilað með Aston Villa síðan liðið tapaði fyrir Liverpool, 3-0, í upphafi desember.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli í bæði mjöðm og ökkla en að undanförnu við meiðsli í hné.

„Luke hitti í gær sérfræðing í Lundúnum og erum við nú að bíða eftir niðurstöður úr því," sagði Gerard Houllier, stjóri Villa.

„Hann hefur verið að æfa og finnur þá ekkert að sér. En svo næsta dag er eitthvað byrjað að angra hann. Þetta er eitthvað sem þarf að leysa."

„Ég notaði hann reglulega fram að leiknum gegn Liverpool en hann hefur ekkert getað spilað síðan þá."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×