Fatarisinn H&M horfir til Íslands 4. janúar 2011 11:00 Koma H&M væri stórtíðindi fyrir tískuþyrsta Íslendinga enda hefur verslunin boðið upp á ódýran tískufatnað um allan heim. Áhuginn hjá H&M er mikill að mati þeirra sem tóku á móti sænsku sendinefndinni. NordicPhotos/Getty Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira