Enski boltinn

Moyes: Gefst aldrei upp á Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, segir að hann muni aldrei gefast upp á starfi sínu hjá félaginu.

Everton hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni til þessa en liðið er í fjórtánda sæti og hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum. Það er ekki nema tveimur stigum frá fallsæti.

Everton á þar að auki í fjárhagslegum erfiðleikum og Moyes hefur ekki efni á að kaupa neina leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn.

„Ég myndi aldrei hætta hjá Everton. Ég hef verið hér í átta ár og komið félaginu í Evrópukepppni í fjögur eða fimm skipti," sagði Moyes.

„Það hefur ýmislegt misjafnt gengið á en lifað það af og ég vona að það verði einnig tilfellið nú."

„Það er enginn sem leggur harðar að sér en ég til að koma liðinu á þann stað sem ég tel að liðið eigi heima á. Það veit enginn heldur hvað mér líður illa yfir árangrinum."

„En það eina sem ég get gert er að setja alla mínu orku í að koma liðinu á réttan kjöl."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×