Chile vann Mexíkó - Jafnt hjá Úrúgvæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 13:00 Cavani, Forlan, Suárez og félagar í landsliði Úrúgvæ Nordic Photos/AFP Tveir leikir fóru fram í Suður-Ameríku bikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile vann sigur á Mexíkó 2-1 eftir að hafa lent marki undir en Úrúgvæ náði aðeins jafntefli 1-1 gegn Perú. Chile lenti undir í fyrri hálfleik gegn gangi leiksins. Nestor Araújo skoraði þá með skalla og kom gestaþjóðinni Mexíkó yfir. Chile tókst að jafna metin um miðjan síðari hálfleik þegar varamaðurinn Esteban Parades skoraði af stuttu færi. Sigurmark Chile kom á 73. mínútu þegar Arturo Vidal skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Stuðningsmenn Chile fögnuðu vel og innilega í stúkunni. Hafa skal í huga að lið Mexíkó er nokkuð vængbrotið en átta leikmenn liðsins voru settir út úr hópnum vegna agabrota skömmu fyrir mótið. Í fyrri leik gærkvöldsins gerðu Diego Forlán og félagar frá Úrúgvæ 1-1 jafntefli gegn Perú. Perúmenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki Paolo Guerrero sem slapp einn í gegn og kláraði færið vel. Úrúgvæar reyndu hvað þeir gátu að jafna og það var Luis Suárez leikmaður Liverpool sem skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Forlan fékk besta færi Úrúgvæ í síðari hálfleik til þess að tryggja sínu liði þrjú stig en skot hans fór yfir. Minnstu munaði að Juan Manuel Vargas framherji Fiorentina stæli sigrinum fyrir Perú í blálokin en skalli hans fór hárfínt framhjá. Úrslitin koma töluvert á óvart. Úrúgvæ komst í undanúrslit á HM 2010 og með margar sóknarþenkjandi stórstjörnur innanborðs. Perú lenti hins vegar í neðsta sæti í sínum riðli í undankeppni þess móts. Argentínu, Brasilíu og nú Úrúgvæ hefur öllum mistekist að ná í þrjú stig gegn veikari andstæðingum í fyrsta leik sínum. Liðin þrjú þóttu sterkust fyrir mótið og var af þeim sökuð raðað hverju í sinn riðilinn. Markaþurrð hefur verið í keppninni fram til þessa en leikir gærkvöldsins voru stórskemmtilegir. Næsti leikur keppninnar er annað kvöld þegar heimamenn í Argentínu mæta Kólumbíu. Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í Suður-Ameríku bikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile vann sigur á Mexíkó 2-1 eftir að hafa lent marki undir en Úrúgvæ náði aðeins jafntefli 1-1 gegn Perú. Chile lenti undir í fyrri hálfleik gegn gangi leiksins. Nestor Araújo skoraði þá með skalla og kom gestaþjóðinni Mexíkó yfir. Chile tókst að jafna metin um miðjan síðari hálfleik þegar varamaðurinn Esteban Parades skoraði af stuttu færi. Sigurmark Chile kom á 73. mínútu þegar Arturo Vidal skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Stuðningsmenn Chile fögnuðu vel og innilega í stúkunni. Hafa skal í huga að lið Mexíkó er nokkuð vængbrotið en átta leikmenn liðsins voru settir út úr hópnum vegna agabrota skömmu fyrir mótið. Í fyrri leik gærkvöldsins gerðu Diego Forlán og félagar frá Úrúgvæ 1-1 jafntefli gegn Perú. Perúmenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki Paolo Guerrero sem slapp einn í gegn og kláraði færið vel. Úrúgvæar reyndu hvað þeir gátu að jafna og það var Luis Suárez leikmaður Liverpool sem skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Forlan fékk besta færi Úrúgvæ í síðari hálfleik til þess að tryggja sínu liði þrjú stig en skot hans fór yfir. Minnstu munaði að Juan Manuel Vargas framherji Fiorentina stæli sigrinum fyrir Perú í blálokin en skalli hans fór hárfínt framhjá. Úrslitin koma töluvert á óvart. Úrúgvæ komst í undanúrslit á HM 2010 og með margar sóknarþenkjandi stórstjörnur innanborðs. Perú lenti hins vegar í neðsta sæti í sínum riðli í undankeppni þess móts. Argentínu, Brasilíu og nú Úrúgvæ hefur öllum mistekist að ná í þrjú stig gegn veikari andstæðingum í fyrsta leik sínum. Liðin þrjú þóttu sterkust fyrir mótið og var af þeim sökuð raðað hverju í sinn riðilinn. Markaþurrð hefur verið í keppninni fram til þessa en leikir gærkvöldsins voru stórskemmtilegir. Næsti leikur keppninnar er annað kvöld þegar heimamenn í Argentínu mæta Kólumbíu.
Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira