Torres: Ríkti ringulreið í Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 14:45 Nordic Photos / Getty Images Fernando Torres segir að það hafi ríkt ringulreið hjá Liverpool þegar félagið skipti um eigendur í október síðastliðnum. Það hafi breytt öllu. Mikið var fjallað um söluna á sínum tíma þegar að bandaríska eignarhaldsfélagið New England Sports Ventures keypti félagið eftir hatramma baráttu við fyrrum eigendur, Tom Hicks og George Gillett, sem vildu ekki selja félagið nema fyrir uppsett verð. Þeir Hicks og Gillett voru hins vegar búnir að skipa Martin Broughton sem stjórnarformann félagsins sem átti að sjá um sölu félagsins í samstarfi við helstu lánadrottna. Broughton tókst að keyra söluna í gegn en litlu mátti muna þar sem félagið var aðeins örfáum dögum frá því að lenda í greiðslustöðvun. Málið fór fyrir dómstóla bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum en á endanum var fullgengið frá sölunni til NESV, sem heitir í dag Fenway Sports Group. Allt þetta tók sinn toll hjá Torres. Hann vissi að félagið myndi þurfa tíma til að byggja upp nýtt lið en hann vildi frekar spila með liði sem hefði getu til að berjast um alla titla. „Ég vissi vel að ég var átrúnaðargoð hjá stuðningsmönnunum en þetta var bara ekki eins lengur," sagði Torres við spænska fjölmiðla í dag. „Það ríkti algjör ringulreið hjá félaginu vegna sölunnar. Þetta minnti mig á mitt gamla félag, Atletico Madrid. Það er félag með frábæra sögu en þurfti bæði pening og tíma til að byggja upp nýtt lið. Ég hafði ekki þann tíma." „Fólk í heimi knattspyrnunnar er ekki heiðarlegt. Maður getur aldrei sagt öllum allan sannleikann því þetta er harður heimur sem er stýrt af viðskiptalögmálum. Þar eru engir vinir." Hann segir að sér líði betur hjá Chelsea en hjá Liverpool. „Félagið hefur sýnt að það er með hágæða leikmenn í hverri stöðu og getur verið með samkeppnishæft lið í hvaða keppni sem er. Liðið er líka með eiganda sem getur lagt pening í félagið þegar þess gerist þörf." „Samskipti leikmanna eru líka persónulegri en þau voru á milli leikmanna hjá Liverpool. Það var allt svo alvarlegt þar. Hér er stemningin létt og góð og strákarnir eru duglegir að skiptast á skotum. Það þarf heldur enginn að sanna neitt fyrir öðrum, það er bara gert ráð fyrir því að þú hagir þér á fagmannlegan máta." Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Fernando Torres segir að það hafi ríkt ringulreið hjá Liverpool þegar félagið skipti um eigendur í október síðastliðnum. Það hafi breytt öllu. Mikið var fjallað um söluna á sínum tíma þegar að bandaríska eignarhaldsfélagið New England Sports Ventures keypti félagið eftir hatramma baráttu við fyrrum eigendur, Tom Hicks og George Gillett, sem vildu ekki selja félagið nema fyrir uppsett verð. Þeir Hicks og Gillett voru hins vegar búnir að skipa Martin Broughton sem stjórnarformann félagsins sem átti að sjá um sölu félagsins í samstarfi við helstu lánadrottna. Broughton tókst að keyra söluna í gegn en litlu mátti muna þar sem félagið var aðeins örfáum dögum frá því að lenda í greiðslustöðvun. Málið fór fyrir dómstóla bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum en á endanum var fullgengið frá sölunni til NESV, sem heitir í dag Fenway Sports Group. Allt þetta tók sinn toll hjá Torres. Hann vissi að félagið myndi þurfa tíma til að byggja upp nýtt lið en hann vildi frekar spila með liði sem hefði getu til að berjast um alla titla. „Ég vissi vel að ég var átrúnaðargoð hjá stuðningsmönnunum en þetta var bara ekki eins lengur," sagði Torres við spænska fjölmiðla í dag. „Það ríkti algjör ringulreið hjá félaginu vegna sölunnar. Þetta minnti mig á mitt gamla félag, Atletico Madrid. Það er félag með frábæra sögu en þurfti bæði pening og tíma til að byggja upp nýtt lið. Ég hafði ekki þann tíma." „Fólk í heimi knattspyrnunnar er ekki heiðarlegt. Maður getur aldrei sagt öllum allan sannleikann því þetta er harður heimur sem er stýrt af viðskiptalögmálum. Þar eru engir vinir." Hann segir að sér líði betur hjá Chelsea en hjá Liverpool. „Félagið hefur sýnt að það er með hágæða leikmenn í hverri stöðu og getur verið með samkeppnishæft lið í hvaða keppni sem er. Liðið er líka með eiganda sem getur lagt pening í félagið þegar þess gerist þörf." „Samskipti leikmanna eru líka persónulegri en þau voru á milli leikmanna hjá Liverpool. Það var allt svo alvarlegt þar. Hér er stemningin létt og góð og strákarnir eru duglegir að skiptast á skotum. Það þarf heldur enginn að sanna neitt fyrir öðrum, það er bara gert ráð fyrir því að þú hagir þér á fagmannlegan máta."
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira