Liverpool vann 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag en Nani spilaði aðeins fyrri hálfleikinn eftir þessu hörðu tæklingu frá Carragher. Ekki er vitað hversu alvarlega meiðsli Nani eru en hann var augljóslega sárþjáður og með takkaför á sköflungum.
Það þurfti að bera Nani útaf vellinum á börum og hann kom ekki meira við sögu í leiknum. Carragher fékk gult spjald fyrir brotið en litlu munaði að leikurinn leystist upp í slagsmál í kjölfarið.
