Innlent

Norðmenn vilja sameina neyðarnúmerin

Fulltrúar öryggismála og neyðarþjónustunnar norsku eru staddir hér á landi til að kynna sér eitt neyðarnúmer í stað þriggja. Nordicphotos/getty
Fulltrúar öryggismála og neyðarþjónustunnar norsku eru staddir hér á landi til að kynna sér eitt neyðarnúmer í stað þriggja. Nordicphotos/getty
Fulltrúar öryggismála og frá neyðarþjónustu í Noregi eru nú staddir hér á landi til að kynna sér fyrirkomulag fjarskiptaleiða Neyðarlínunnar.

Einar Petersen, yfirráðgjafi hjá stofnuninni, segir mikilvægt fyrir Noreg að taka upp eitt neyðarnúmer fyrir öll tilvik líkt og tíðkast hér á landi og víðast í Evrópu, til að einfalda úrvinnslu upplýsinga og stytta viðbragðstíma.

„Við erum með þrjú númer: fyrir bruna, lögreglu og hættu,“ segir Petersen. „Við erum á Íslandi til að skoða hvernig hlutirnir eru gerðir hér og við teljum mikilvægt að finna sem flest sem vel er gert og læra af.“

Heimsóknin er eitt skref í nýju tilraunaverkefni í Noregi til að bæta viðbrögð við neyðarsímtölum, en líkt og greint hefur verið frá hafa Norðmenn fengið á sig harða gagnrýni eftir fjöldamorðin í Útey og slakan viðbragðstíma.

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir norska neyðarkerfið afar flókið og samkvæmt persónuverndarlögum sé ekki leyfilegt að miða út staðsetningu símtala. Því sé nú verið að breyta og verið sé að ráðast í tilraunaverkefni í Drammen sem byggt er á svipuðu fyrirkomulagi og tíðkast hér á landi.

„Þau eru að skoða fyrirkomulagið á samhæfingarstöðinni og sjá hvernig við vinnum saman í leit, björgunum og í tengslum við almannavarnir,“ segir Þórhallur. „Einnig hafa þau skoðað þann kost að vera bara með eitt neyðarnúmer, en í Noregi eru þaunokkur.“- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×