Innlent

Sviptir greiðslum fyrir neysluhlé: „Hrein kjaraskerðing“

Sóley Tómasdóttir gagnrýnir ákvörðun borgarráðs harðlega.
Sóley Tómasdóttir gagnrýnir ákvörðun borgarráðs harðlega.
„Sveitarstjórn sem er vönd að virðingu sinni gerir ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn, en meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar samþykktu í borgaráði í morgun að svipta leikskólakennara svokölluðu neysluhléi, en kennarnir fá greitt fyrir að borða með börnunum í hádegishléinu.

Reykjavíkurborg er síðasta sveitarfélagið sem sviptir leikskólakennara þessum réttindum. Borgin var samt sem áður fyrsta sveitarfélagið sem borgaði fyrir neysluhléið, en það var samþykkt árið 2007. í kjölfarið fylgdu önnur sveitarfélög á eftir.

Borgarráð samþykkti að afnema greiðslur til leikskólakennara í morgun með þeim rökum að launin hafa hækkað hraustlega síðasta sumar, þegar laun leikskólakennara voru hækkuð í samræmi við laun grunnskólakennara.

Þess má reyndar geta að grunnskólakennarar fá greitt fyrir neysluhléin.

Sóley segir enga stétt innan Reykjavíkurborgar hafa orðið jafn mikið fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum og Leikskólasviðið.

„Það er búið að vera endalaust hringl gagnvart leikskólunum,“ segir Sóley sem bætir við að flestir séu væntanlega sammála um að leikskólakennarar séu ekki ofaldir á þeim launum sem þeir fá greidd í dag.

„Þetta er bara hrein kjaraskerðing ofan á allt annað,“ segir Sóley sem mótmælir ákvörðun meirihlutans harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×