Fótbolti

Ingó úr Veðurguðunum spilar með Víkingum

Ingólfur Þórarinsson var ekki glaður þegar hannn gekk af velli í síðasta úrvalsdeildarleik Selfoss á síðustu leiktíð.
Ingólfur Þórarinsson var ekki glaður þegar hannn gekk af velli í síðasta úrvalsdeildarleik Selfoss á síðustu leiktíð.

Ingólfur Þórarinsson mun leika með nýliðum Víkings úr Reykjavík í Pepsi-deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ingólfur kemur frá Selfossi sem féll úr úrvalsdeild s.l. haust eftir eins árs veru á meðal þeirra bestu. Mbl.is greinir frá.

Ingólfur er betur þekktur sem Ingó úr hljómsveitinni Veðurguðirnir og bætist hann í stóran hóp leikmanna sem Víkingar hafa fengið til sín á undanförnum vikum og mánuðum.

Þeir eru: Mark Rutgers (KR), Björgólf Takefusa (KR), Pétur Georg Markan (Fjölni), Baldur Ingimar Aðalsteinsson (Val), Hörður Sigurjón Bjarnason (Þróttur).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×